Um okkur


Saga JOAKIM´S ehf í stuttu máli.

Þann 11.mars 2023 var undirritaður sölusamningur milli Jóns Viðars Óskarssonar og Andra Þórs Eyjólfssonar um sölu Jóns á öllum hlutabréfum í JOAKIM´S ehf til Andra. Verslunin mun flytja í Miðhraun 14 í Garðabæ, nánar tiltekið á bakvið Marel og 66°Norður. Það verður auglýst nánar síðar.

 

Það var árið 2000 sem hugmyndin kviknaði. 

Mér fannst verð á góðum flugustöngum allt of hátt. Margir félaga minna voru sammála. 

 

Það tók talsverðan tíma að finna rétta framleiðandann og stangir sem okkur líkaði. Ég hafði nokkra félaga mína með þegar stangir voru prófaðar og sitt sýndist nú hverjum. En að lokum urðum við sammála um stöng sem við töldum henta sem flestum. Í apríl 2003 voru fyrstu stangirnar seldar og hefur salan bara verið nokkuð stöðug síðan.  Við eigum semsagt 19 ára afmæli 24.mars 2022 ef við miðum við fysta söludag. Eins og í öllu þá hefur orðið framþróun í framleiðslu stanga og hefur JOAKIM´S uppfært reglulega í bestu fáanlegu efni. Einnig hefur vörum fjölgað jafnt og þétt og nú eigum við nánast allt sem þarf í fluguveiðina.

 

Í upphafi var hugmyndin að útvega viðskipavinum okkar góðar flugustangir á viðráðanlegu verði og höfum við haldið þeirri stefnu alla tíð. Við erum kannski ekki alltaf með lægsta finnanlega verð, en miðað við gæði þá erum við með hagstætt verð. Við getum státað af gæðum sem flestir eru sáttir við. Jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Við erum með venjulega vörurábyrgð gagnvart framleiðslugöllum og svo eigum við varahluti í flugustangirnar á vægu verði,  ef þær brotna. Markmiðið er að viðskiptavinir JOAKIM´S ehf séu ánægðir með vörur og þjónustu. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í minni eigu og fjölskyldu minnar.  JOAKIM´S vörumerkið er einnig í okkar eigu og eru vörurnar aðeins seldar hjá okkur.

 

Jón Viðar Óskarsson