JOAKIM´S ehf verður 20 ára þann 24.apríl 2023

Á næsta ári eru 20 ár frá því að JOAKIM´S ehf hóf sölu á flugustöngum. Það er ánægjulegt að segja frá því að viðskiptavinum okkar er alltaf að fjölga og síðustu mánuðir þeir bestu í sögu félagsins. Það hafa margir uppgötvað hvað hægt er að gera hagstæð kaup hjá JOAKIM´S ehf. Vörurnar okkar eru mest fyrir fluguveiði enda þótt við eigum til kasthjól og nettar kaststangir. Flestar okkar vörur má finna hér á heimasíðunni. Skotlínurnar okkar seljast grimmt enda standast þær allan gæða- og verðsamanburð.

Margar góðar umsagnir frá ánægðum viðskiptavinum hafa aukið hróður okkar og sölu. Enda hefur það alltaf verið markmið okkar að bjóða góða vöru á góðu verði og veita framúrskarandi góða þjónustu. 

 

Hægt er að hafa samband og panta vörur beint hér af síðunni ( sjá neðst á síðu ) eða uppi í "Hafa samband", á joakims@simnet.is og í síma 698 4651. Greiða má með millifærslu á bankareikning okkar.

Svo er auðvitað hægt að koma í Veiðibúðina 'Asbúð 82, Garðabæ og versla með greiðslukorti. 

Opið eftir samkomulagi en bara að hringja á undan sér.

s.698 4651